Ársskýrsla 2015
Ársreikningur
Stefna og samfélagsábyrgð
  • Stefna og framtíðarsýn
  • Samfélagsábyrgð
  • Nýsköpun
  • Árið 2015
    • Lykiltölur
    • Ávarp stjórnarformanns
    • Ávarp bankastjóra
    • Helstu atburðir ársins
    • Efnahagsumhverfið
  • Mannauður og stjórnarhættir
    • Mannauður
    • Yfirstjórn
    • Stjórn
    • Stjórnarhættir
  • Stefna og samfélagsábyrgð
    • Stefna og framtíðarsýn
    • Samfélagsábyrgð
    • Nýsköpun
  • Betri bankaþjónusta
    • Þjónustusvið
    • Stoðsvið
    • Innra eftirlit
    • Dótturfélög
    • Eignaumsýslufélög
  • Fjárhagur og áhættustýring
    • Fjármögnun og lausafjárstaða
    • Áhættustýring
    • Fjárhagsniðurstöður
    • Fjárhagsskjöl

Stefna og framtíðarsýn

Viðskiptavinir okkar hafa ólík markmið og takast á við fjölbreytt verkefni og áskoranir. Við gerum gagn með því að auðvelda þeim daglegt líf og hjálpa þeim að láta drauma sína rætast, ná markmiðum og grípa þau tækifæri sem gefast. Það er tilgangur okkar að vinna með viðskiptavinum okkar að því að búa í haginn fyrir framtíðina. Saman látum við góða hluti gerast.

Stefna Arion banka – alhliða bankaþjónusta

Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem veitir alhliða bankaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga.

  • Áhersla á fyrirtæki og einstaklinga sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu
  • Áhersla á viðskiptasamband til langs tíma með því að bjóða framúrskarandi þjónustu og sérsniðnar lausnir
  • Starfar á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu byggðakjörnum
  • Leggur sitt af mörkum til uppbyggingar atvinnulífs og samfélags
  • Ætlar að ná afgerandi stöðu til lengri tíma á íslenskum bankamarkaði hvað varðar arðsemi, skilvirkni og þjónustuframboð
  • Utan Íslands á bankinn einkum viðskipti við fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi í Evrópu og Norður-Ameríku

Við tengjum betur

Við erum tengslabanki og mætum fjölbreyttum þörfum viðskiptavina okkar með öflugri sérþekkingu, framúrskarandi þjónustu og fjölbreyttu vöruframboði á sviði fjármála. Með því að þekkja viðskiptavini okkar, skilja aðstæður þeirra og bjóða lausnir sem henta hverjum og einum uppfyllum við þarfir þeirra. Við kappkostum að viðhalda góðu viðskiptasambandi til lengri tíma og fara fram úr væntingum.

Við leggjum áherslu á að byggja upp langtímaviðskiptasamband við þá sem þurfa fjölbreytta fjármálaþjónustu og bjóðum persónulega þjónustu og sérsniðnar lausnir.

Við viljum ná árangri til framtíðar fyrir hönd viðskiptavina okkar og þannig vera traustur bakhjarl þeirra.

Betri bankaþjónusta

Straumlínustjórnun er hluti af menningu okkar. Við leggjum áherslu á skilvirka starfsemi þar sem við hlustum á rödd viðskiptavinarins og setjum hann í aðalhlutverk. Við eyðum sóun, óstöðugleika og ósveigjanleika og styttum boðleiðir.

Við lítum á vandamál sem tækifæri til að gera betur, leggjum áherslu á að finna rót vandans og leita lausna. Þannig lærum við á hverjum degi og gerum betur í dag en í gær. Við nýtum svo ávinninginn til að veita sífellt betri þjónustu sem skilar sér í betri upplifun og aukinni ánægju viðskiptavina.

Þannig lærum við á hverjum degi og gerum betur í dag en í gær. Við nýtum svo ávinninginn til að veita sífellt betri þjónustu sem skilar sér í betri upplifun og aukinni ánægju viðskiptavina.

Þannig veitum við viðskiptavinum okkar betri bankaþjónustu.

Hornsteinar

Hornsteinar Arion banka leiðbeina okkur í daglegum störfum. Þeir eru grunnur að góðum árangri til lengri tíma, bæði okkar og viðskiptavina okkar. Við gerum gagn, við komum hreint fram og við látum verkin tala.

Gerum gagn
Við leggjum grunn að góðum árangri viðskiptavina okkar og gerum þeim gagn með góðri þjónustu, fjölbreyttum lausnum og öflugri vöruþróun. Við gerum samfélaginu gagn með því að starfrækja góðan banka og leggjum þannig okkar af mörkum til að hér á landi starfi traust fjármálakerfi. Við vinnum saman, leggjum hvert öðru lið og treystum hvert á annað.

Komum hreint fram
Við komum hreint fram, af virðingu og gætum trúnaðar í hvívetna. Við vinnum af heilindum, erum sanngjörn og segjum hlutina eins og þeir eru. Við berum virðingu fyrir samfélaginu og ástundum góða viðskiptahætti. Þannig ávinnum við okkur traust viðskiptavina og samfélagsins.

Látum verkin tala
Það skiptir mestu hverju við komum í verk. Við forðumst ekki erfið verkefni heldur tökumst á við þau og vinnum af fagmennsku. Við sýnum áræðni og kjark til að koma hlutunum í framkvæmd og öxlum ábyrgð á verkefnum og ákvörðunum. Við sýnum frumkvæði í samskiptum, sýnum skjót viðbrögð og upplýsum um framgang mála.

Eins og þú vilt

Í hröðu samfélagi nútímans vill viðskiptavinurinn ráða ferðinni. Hann vill ákveða sjálfur hvar, hvenær og hvernig hann sækir þjónustu. Hann vill fjölbreyttar vörur, sérsniðna þjónustu og valkosti sem uppfylla væntingar hans og þarfir.

Við bregðumst hratt við breyttum aðstæðum, nýrri tækni og breyttum kröfum. Við leggjum því mikla áherslu á öfluga nýsköpun og stöðuga þróun þjónustu og annarra þátta í starfsemi bankans til að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar til framtíðar. Við viljum stuðla að betri fjármálaþekkingu og leggjum áherslu á fræðslu fyrir alla aldurshópa, faglega fjármálaráðgjöf og upplýsta umræðu um fjármál. Þannig hjálpum við viðskiptavinum að taka betri ákvarðanir.

Við viljum stuðla að betri fjármálaþekkingu og leggjum áherslu á fræðslu fyrir alla aldurshópa, faglega fjármálaráðgjöf og upplýsta umræðu um fjármál. Þannig hjálpum við viðskiptavinum að taka betri ákvarðanir.

Við veitum faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu á þeim augnablikum sem mestu máli skipta. Samhliða því bjóðum við upp á hraðþjónustu fyrir þá sem það velja, í netbanka, snjallsímaappi og hraðbönkum. Þannig geta viðskiptavinir sótt bankaþjónustu eins og þeir vilja og við hámörkum virði þjónustunnar fyrir þá.

Arion banki er afgerandi á sviði arðsemi, skilvirkni og þjónustuframboðs og við ætlum að halda áfram að vera í fararbroddi hvað varðar árangursríka fjármálaþjónustu fyrir hönd okkar viðskiptavina.

Saman látum við góða hluti gerast.

EnglishEN Lykiltölur Fjárhagsskjöl Facebook
Stjórnarhættir
Fara efst
Samfélagsábyrgð