Með öflugri nýsköpun geta hugmyndir og þekking orðið að nýrri tækni, nýjum aðferðum eða jafnvel nýjum iðngreinum, hvort sem er innan þroskaðra fyrirtækja eða í frumkvöðlaumhverfinu. Öll viðleitni einstaklinga til nýsköpunar, uppbyggingar og nýrrar verðmætasköpunar er mikilvæg og við tökum slíka viðleitni alvarlega og íhugum vel hvort og hvernig við getum orðið að liði.
Við viljum skapa frjóan jarðveg og jákvætt og örvandi umhverfi fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi og höfum staðið að ýmsum verkefnum til að styðja við nýsköpun. Við styðjum fyrirtæki til nýsköpunar með aðgengi að fjármagni og ráðgjöf og hjálpum þeim þannig að ná markmiðum sínum til framtíðar.
Vinsælir viðskiptahraðlar
Startup Reykjavík er stærsta nýsköpunarverkefni Arion banka og markmið þess er að skapa umhverfi þar sem frumkvöðlar njóta ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila í þeim tilgangi að gera hugmyndir sínar að veruleika og skapa þannig ný viðskiptatækifæri. Þátttökuteymum er boðið fjármagn í formi hlutafjár, þjálfun og vinnuaðstaða þar sem frumkvöðlar hafa tækifæri til að hittast. Teymin fá einnig tækifæri til að kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum aðilum bæði hvað varðar þróun hugmyndanna sem og mögulega framtíðarfjármögnun. Startup Reykjavík er að fullu í eigu Arion banka en viðskiptahraðallinn er rekinn í samvinnu við Icelandic Startups. Startup Reykjavík var valinn besti viðskiptahraðall Norðurlanda árið 2015 af Nordic Startup Awards.
Startup Reykjavík var valinn besti viðskiptahraðall Norðurlanda árið 2015 af Nordic Startup Awards.
Startup Energy Reykjavík (SER) er viðskiptasmiðja sem byggir á sömu hugmyndafræði og Startup Reykjavík en þar er einblínt á verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. SER var keyrt í fyrsta sinn vorið 2014 en þá tóku 7 fyrirtæki þátt og vorið 2015 bættust önnur 7 í hópinn. SER er samstarfsverkefni Arion banka, Landsvirkjunar, GEORG, Nýsköpunarmiðstöðvar, Klak Innovit og Iceland Geothermal.
Fjármögnun fyrirtækja á sínum fyrstu stigum skiptir að jafnaði miklu máli. Fyrirtæki sem hafa gengið í gegnum SR og SER hafa fengið viðbótarfjármögnun í kjölfar þátttöku sinnar í viðskiptahraðli. Í upphafi árs 2016 hafa fyrirtæki fengið fjármögnun sem nemur yfir 1.700 milljónum króna í hlutafé og styrki.
Heildstæð nálgun
Arion banki er í samstarfi við Eyri Invest um rekstur sprota- og vaxtasjóðsins Eyrir Sprotar slhf. Eyrir Invest og Arion banki eru stærstu hluthafar sjóðsins en á árinu 2015 fjárfesti bankinn í sjóðinum fyrir um einn milljarð.
Arion banki er í samstarfi við Eyri Invest um rekstur sprota- og vaxtasjóðsins Eyrir Sprotar slhf. Eyrir Invest og Arion banki eru stærstu hluthafar sjóðsins en á árinu 2015 fjárfesti bankinn í sjóðinum fyrir um einn milljarð.
Arion banki er einn af aðalstyrktaraðilum Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og í árslok 2015 varð bankinn einnig einn af aðalbakhjörlum Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Samtökin hafa það hlutverk að búa ungt fólk undir framtíðina og auka færni þess til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í framhaldsskólum.
Arion banki styður þannig markvisst við nýsköpun frá grunnskólastigi til atvinnulífs.