Valitor er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna sem starfar á alþjóðlegum vettvangi og leggur áherslu á frumkvæði, samvinnu og traust. Hlutverk félagsins er að skapa viðskiptavinum ný tækifæri í krafti framúrskarandi tæknilausna. Valitor hefur frá öndverðu gegnt forystuhlutverki á íslenska kortamarkaðnum í þjónustu, nýjungum og hagkvæmni. Jafnframt eru alþjóðleg viðskipti ört vaxandi þáttur í starfsemi félagsins. Við árslok 2015 voru starfsmenn Valitor og dótturfélaga um 240 talsins á skrifstofum félagsins í Hafnarfirði, London og Kaupmannahöfn.
Helstu verkefni 2015
Árið 2015 einkenndist af miklum vexti í starfsemi Valitor erlendis. Nema tekjur erlendis nú yfir 50% af heildartekjum félagsins en tekjur þess jukust um 33% á milli ára. Samhliða miklum vexti náðust mikilvægir áfangar í styrkingu á innviðum félagsins. Þessi aukni styrkur kom berlega í ljós í rekstri upplýsingakerfa í færsluhirðingu, sem þróuð eru af Valitor, þegar tekist var á við stór erlend verkefni eins og „Comic Relief“, Dag rauða nefsins í Bretlandi, og einn stærsta verslunardag ársins, „Black Friday“. Þar var um að ræða gríðarlegt færslumagn í rauntímavinnslu.
Nýtt viðskiptalíkan var innleitt fyrir íslenska markaðinn. Það fól í sér grundvallarbreytingar á skipan mála sem hafði að mestu verið óbreytt frá upphafsárum kortaviðskipta á Íslandi. Hluti af þessu starfi fólst í að uppfylla víðtækar skuldbindingar gagnvart samkeppnisyfirvöldum á grundvelli samkomulags sem gert var í desember 2014. Rekstur Valitor á Íslandi gekk mjög vel á síðasta ári.
Rekstur Valitor á Íslandi gekk mjög vel á síðasta ári.
Eitt af stóru verkefnunum á sviði útgáfustarfsemi félagsins árið 2015 var þróun á nýju fjölmyntaveski (e. multi-currency wallet) fyrir Caxton FX, í samstarfi við MasterCard. Þetta viðamikla og flókna verkefni fyrir breska markaðinn sýndi vel aðgreiningu Valitor og færni starfsmanna félagsins á sviði vöruþróunar og fjölþjóðlegs samstarfs.
Á liðnu ári var haldið áfram að framfylgja stefnu Valitor um uppbyggingu á lykilmörkuðum í Bretlandi og á Norðurlöndunum, sérstaklega á sviði netviðskipta.
Á liðnu ári var haldið áfram að framfylgja stefnu Valitor um uppbyggingu á lykilmörkuðum í Bretlandi og á Norðurlöndunum, sérstaklega á sviði netviðskipta.
Í lok árs 2014 keypti Iteron Holding DK, dótturfélag Iteron Holding Ltd., danska fyrirtækið AltaPay A/S. Iteron Holding Ltd. er dótturfélag Valitor og mörkuðu kaupin þáttaskil í starfsemi Valitor sem hafði fram að þessu eingöngu vaxið með innri vexti. AltaPay hefur þróað mjög öflugt greiðslukerfi fyrir rafræn viðskipti á netinu og styður helstu vefverslanir í Evrópu. Samþætting á starfsemi AltaPay og Valitor gekk vel á árinu 2015. Meðal annars yfirtók AltaPay posaviðskipti Valitor í Danmörku og lofar þessi breyting góðu um aukin viðskipti og vöxt. Altapay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og London en alls starfa 30 manns hjá félaginu. Iteron Holding Ltd. stofnaði fyrirtækið Markadis Ltd. í Bretlandi á árinu 2014. Markadis þjónar tilteknum hópum kaupmanna milliliðalaust á sviði færsluhirðingar, bæði varðandi hefðbundin greiðslukort og netverslun. Í september kynnti félagið athyglisverðar nýjar vörur undir heitinu Mii-Promo / Mii-Town. Þjónustan er aðgreinandi á markaði þar sem ríkir mjög hörð samkeppni. Hún innifelur meðal annars tryggðarkerfi og gagnagreiningar til að auðvelda kaupmönnum að auka viðskipti sín.
Samstarfið við helstu samstarfsaðila Valitor erlendis óx áfram og dafnaði á árinu. Þar má sérstaklega tiltaka spennandi samvinnu við bandaríska félagið Stripe og sænska félagið Klarna. Bæði félögin eru í fremstu röð í heiminum í netviðskiptum og eru í flokki svokallaðra „Fintech“ félaga. Þannig var meðal annars unnið með Stripe að færsluhirðingu á „Comic Relief“, Degi rauða nefsins í Bretlandi, sem er ein stærsta góðgerðasöfnunin þar í landi. Síðast en ekki síst var Valitor meðal fyrstu færsluhirða í Evrópu til að innleiða ApplePay.
Samstarfið við helstu samstarfsaðila Valitor erlendis óx áfram og dafnaði á árinu. Þar má sérstaklega tiltaka spennandi samvinnu við bandaríska félagið Stripe og sænska félagið Klarna.
Verkefni og tækifæri fram undan
Grunnhæfni Valitor felst í getu til að þróa og reka hugbúnaðarlausnir á sviði greiðslumiðlunar, auk þess að veita framúrskarandi þjónustu. Innan Valitor hefur myndast gríðarlega verðmæt þekking og þar af leiðandi samkeppnishæfni á alþjóðlegan mælikvarða. Við blasa spennandi tækifæri til enn frekari vaxtar félagsins á lykilmörkuðum erlendis. Það er markmið Valitor að vera meðal 30 stærstu færsluhirða í Evrópu árið 2017. Í áætlunum félagsins er gert ráð fyrir að þá muni tekjur af starfsemi erlendis nema 70% af heildartekjum samstæðunnar. Áætlanir Valitor fyrir árið 2016 gera ráð fyrir áframhaldandi vexti erlendis. Samhliða þeirri sókn verður unnið að því að auka enn frekar skalanleika og hagkvæmni í rekstri, ásamt aðgreinandi vöruþróun.
Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með tæplega 400 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið er að fullu í eigu Arion banka og tengdra félaga og starfstöðvar félagsins eru í höfuðstöðvum bankans. Eignir í stýringu félagsins eru í eigu fjölbreytts hóps fjárfesta, allt frá einstaklingum upp í stærstu fagfjárfesta landsins. Eignir sjóðfélaga eru ýmist í verðbréfa-, fjárfestingar- eða fagfjárfestasjóðum, auk þess sem Stefnir hefur gert samninga um stýringu á eignum nokkurra samlagshlutafélaga. Í árslok 2015 voru 23 starfsmenn hjá Stefni.
Eignir í stýringu lækka lítillega frá fyrra ári og má rekja lækkunina til breytingar á stærsta fagfjárfestasjóði Stefnis, ABMIIF, en hlutabréfasjóðir og blandaðir stækka aftur á móti töluvert á árinu. Dreifing eignaflokka í eignum í stýringu er góð og tekjusamsetning félagsins hefur farið batnandi ár frá ári, en það hefur verið eitt af áhersluatriðum stjórnar félagsins.
Dreifing eignaflokka í eignum í stýringu er góð og tekjusamsetning félagsins hefur farið batnandi ár frá ári.
Starfsmenn félagsins og stjórn hafa lagt sig fram um að skilgreina kjarnahæfni félagsins og áherslur til næstu ára. Stefna félagsins er skýr og stjórn hefur sett félaginu árangursmarkmið, sem mæld eru með reglubundnum hætti. Stjórn Stefnis hefur tileinkað sér góða stjórnarhætti og hefur einsett sér að stuðla að og styðja við ábyrga hegðun og fyrirtækjamenningu innan Stefnis, til hagsbóta fyrir alla hagsmunaaðila félagsins. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands veitti Stefni í fjórða sinn viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árið 2015 en Stefnir var á sínum tíma fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að hljóta nafnbótina. Stöðugt er unnið að viðhaldi og þróun stjórnarhátta hjá félaginu og er árleg endurnýjun viðurkenningarinnar liður í því ferli. Félagið birtir nú árlega á heimasíðu sinni stjórnarháttayfirlýsingu þar sem greint er frá starfsemi félagsins og áherslum til næstu missera. Mikil áhersla er lögð á gagnsæi og speglast það meðal annars í mikilli upplýsingagjöf á heimasíðu félagsins. Sú upplýsingagjöf er víðtækari en lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands veitti Stefni í fjórða sinn viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum árið 2015
Stefnir hlaut viðurkenningu frá Creditinfo sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins árið 2015, líkt og árin 2012-2014, en það er ánægjulegt að félagið teljist til þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt atvinnulíf.
Stefnir hefur verið í fararbroddi við þróun nýrra afurða fyrir viðskiptavini sína. Breytilegt fjárfestingarumhverfi kallar á að sérfræðingar félagins séu reiðubúnir að mæta breyttum áherslum fjárfesta með nýjum fjárfestingarkostum eða við stýringu sjóða.
Stefnir hefur verið í fararbroddi við þróun nýrra afurða fyrir viðskiptavini sína.
Blandaðir sjóðir með langa og farsæla sögu
Blandaðir sjóðir eiga sér langa sögu hjá félaginu og má nefna að stærsti blandaði sjóður landsins, Stefnir – Samval, mun fagna 20 ára afmæli sínu á árinu 2016. Sjóðurinn er vinsæll fjárfestingarkostur fyrir reglubundinn sparnað og eru hlutdeildarskírteinishafar rúmlega 4000 talsins. Ávöxtun síðastliðins árs hefur verið með ágætum eða rúm 30% og stækkaði Stefnir – Samval um 43% á síðasta ári.
Áhersla á árinu 2015 var á innlend hlutabréf sem ávöxtuðust vel á síðasta ári og er árangur innlendra hlutabréfasjóða Stefnis eftirtektarverður. Nafnávöxtun Stefnis – ÍS 15 á síðasta ári var rúm 45% og skilaði sjóðurinn hærri ávöxtun en úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Sú sérstaða sem félagið hefur markað sér við stýringu innlendra hlutabréfa hefur leitt til þess að félagið hefur sett sér stefnu um hvernig farið er með umboðsatkvæði á hluthafafundum og birtir Stefnir á heimasíðu sinni hvernig farið er með atkvæðin fyrir hönd hlutdeildarskírteinishafa. Stefnan og birting atkvæða fellur vel að markmiði félagsins um að veita greinargóðar upplýsingar um stýringu sjóða til haghafa, meðal annars á heimasíðu félagsins, og að vera leiðandi í góðum stjórnarháttum á Íslandi.
Nafnávöxtun Stefnis – ÍS 15 á síðasta ári var rúm 45% og skilaði sjóðurinn hærri ávöxtun en úrvalsvísitala hlutabréfa í Kauphöll Íslands.
Skuldabréfasjóðir Stefnis eru grunnur í mörgum eignasöfnum einstaklinga og fagfjárfesta. Það er eftirtektarvert að sjá hve Stefnir – Lausafjársjóður, sem inniheldur að mestu innlán fjármálafyrirtækja, hefur stækkað og á sama tíma breikkað viðskiptamannagrunn sinn.
Sérstaða Stefnis í stýringu erlendra hlutabréfasjóða er áhugaverð fyrir nokkrar sakir. Teymi sérfræðinga sem fylgist með efnahagsþróun og skráðum erlendum fyrirtækjum er reynslumikið og nálgun þess á stýringu sjóða hefur vakið athygli um langt skeið. Flestir erlendir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis eru metnir af viðurkenndum erlendum matsfyrirtækjum, Morningstar og Lipper. Sjóðirnir hafa jafnan komið mjög vel út úr matsferli þessara fyrirtækja. Um áramótin voru þrír sjóðir Stefnis með þrjár eða fjórar stjörnur af fimm hjá Morningstar og næsthæstu einkunn hjá Lipper.
Um áramótin voru þrír sjóðir Stefnis með þrjár eða fjórar stjörnur af fimm hjá Morningstar og næsthæstu einkunn hjá Lipper.
Stefnir hefur verið leiðandi í framtaksfjárfestingum og sérhæfðum afurðum á Íslandi um árabil. Þörfin fyrir fjölbreytta fjárfestingarkosti er augljós og hafa afurðir Stefnis mætt þessari eftirspurn með ábyrgum fjárfestingarkostum sem henta eignasöfnum fagfjárfesta. Stefnir rekur og stýrir bæði innlendum og erlendum framtakssjóðum og eru lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og önnur fjármálafyritæki helstu eigendur sjóðanna.
OKKAR líftryggingar hf. (OKKAR líf) er fyrsta líftryggingarfélagið sem hóf starfsemi á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1966 af hópi íslenskra fjárfesta og bresku líftryggingarfélagi og hét þá Alþjóða líftryggingarfélagið hf. Meginhlutverk fyrirtækisins er að tryggja viðskiptavinum fjárhagslega vernd vegna sjúkdóma, örorku og andláts með hag þeirra og eigenda félagsins að leiðarljósi. Alls störfuðu 16 manns hjá félaginu í árslok 2015.
OKKAR líf hefur frá upphafi verið brautryðjandi í þróun persónutrygginga hér á landi. Sjúkdómatryggingar, barnatryggingar, örorkutryggingar og margs konar hóptryggingar eru meðal þess sem félagið hefur haft forystu um hér á landi. OKKAR líf er sjálfstætt starfandi tryggingarfélag, óháð öðrum vátryggingarfélögum. Samstarfsaðilar í sölu og dreifingu eru Arion banki hf. og Tekjuvernd ehf. en Tekjuvernd selur einnig lífeyrisafurðir fyrir Arion banka.
OKKAR líf er sjálfstætt starfandi tryggingarfélag, óháð öðrum vátryggingarfélögum. Samstarfsaðilar í sölu og dreifingu eru Arion banki hf. og Tekjuvernd ehf.
Árið 2015 var félaginu hagstætt. Tryggingaleg afkoma var góð, arðsemi eigin fjár nam 28% og samsett hlutfall var 91,5%. Fjárfestingartekjur námu 29,4% af eigin iðgjöldum. Félagið náði markmiðum sínum í sölu á nýjum tryggingum á árinu. Salan á OKKAR Séreign sem kynnt var haustið 2012, í samvinnu við eignastýringu Arion banka, gekk áfram vel og einnig var söluaukning á öðrum tryggingum félagsins. Hlutfall trygginga sem sagt var upp hélt áfram að lækka og því varð umtalsverð aukning á fjölda skírteina í stofni félagsins.
Árið 2015 var félaginu hagstætt. Tryggingaleg afkoma var góð, arðsemi eigin fjár nam 28% og samsett hlutfall var 91,5%. Fjárfestingartekjur námu 29,4% af eigin iðgjöldum.
Á árinu 2015 var eignarhaldið á Tekjuvernd ehf. fært frá Arion banka hf. til OKKAR líftrygginga hf. og í kjölfarið fluttu fyrirtækin saman í nýtt og glæsilegt húsnæði að Laugavegi 182. Með nýju húsnæði eru félögin betur í stakk búin til að efla starfsemina með það að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Þróun og uppfærsla tölvukerfa setti mark sitt á starfsemi félagins á árinu. Nýtt tryggingakerfi var innleitt á árinu ásamt skjalakerfi. Áætlað er að formlegri innleiðingu ljúki á vordögum 2016.
Okkar líf átti gott samstarf við Krabbameinsfélag Íslands á árinu 2015. Félagið styður við undirbúning skipulagðrar leitar að krabbameini í ristli á Íslandi en ákveðin fjárhæð af seldum tryggingum á árinu rann til Krabbameinsfélagsins.
Á árinu 2015 var haldið áfram að bjóða viðskiptavinum Arion banka líftryggingu við töku íbúðalána. Stígandi var í sölunni á árinu sem lofar góðu um framhaldið.
Verkefnin fram undan
Arion banki og OKKAR líf munu áfram vinna að útvíkkun þjónustuframboðs fyrir viðskiptavini bankans og verður mikil áhersla lögð á samstarfið á komandi ári. Mikil vinna hefur farið í undirbúning þessa verkefnis og er hugmyndin að fjármálaráðgjafar Arion banka greini tryggingaþörf viðskiptavina bankans um leið og farið er í gegnum greiðslumat auk þess sem umsóknarferlið verður að miklu leyti rafrænt.
Framtíðarhorfur
Horfur fyrir árið 2016 eru góðar. Hófleg söluaukning er áætluð á árinu í öllum tryggingaflokkum, bæði í fjölda trygginga og greiddra iðgjalda. Langtímahorfur OKKAR lífs eru einnig bjartar, ekki síst vegna markviss samstarfs við Arion banka.